mánudagur, september 19

LITTLE STAR

nú er ég alveg hætt að breyta lúkkinu, ég lofa!
það fór bara endalaust í taugarnar á mér að geta ekki lesið komment frá ykkur sem kommentið og ég gat ekki fyrir mitt litla líf breytt því...
svo var særún og rúnar svo pirruð því að þau gátu bara lesið helminginn af textanum, vonandi er þetta allt saman komið í lag núna :)

þegar ég opnaði augun í morgun og sá að ég var bara ein ákvað ég að snúsa í korter í viðbót...
það sem reif mig svo á fætur var lyktin af rósinni minni sem ég skellti í vatn og er nú farin að blómstra svona líka fallega....
eins gott að hún fölnaði ekki...
kannski er þetta svona töfrarós eins og í Beauty&The Beast.... en þá vakna spurningar um hvort er hvað...? hmmm.... well, ég skal vera Bjútí og hann má vera...hmmm sexy beast...ahhh vel gert!
slapp vel frá þessu.
það er allavega rosa gaman að hafa svona rós á borðinu sínu sem gefur íbúðinni góða lykt í bland við vanillukerti...

ég er að spá í að lesa Daniellu Steel og Rauðu seríurnar hennar ömmu... just in the mood, veit ekki afhverju...?

æ, alveg rétt. Það er einhver bloggleikur í gangi þar sem hægt er að klukka fólk og ég varð klukkuð af Sunnu og núna á ég að segja 5 staðreyndir um mig....

* Ég þykist oft hafa séð hinar og þessar kvikmyndir bara því ég get ekki fyrir mitt litla líf játað að ég hafi EKKI séð slík meistaraverk... (þýðir ekki að spurja.. ég mun bara ljúga...)
* Ég fer í karakter þegar ég er að tjekka mig inn á flugvelli... allt fyrir betra sæti og enga sekt fyrir yfirvigt..
* Ég þoli ekki stráka með langar neglur...uhhh...mega klígja..og hvítt í munnvikunum og nebbanum...
* Ég kann flestöll lögin með Celine Dion... (nei, ég á ekki lög MEÐ henni, kann þau bara..)
* Ég borða ekki lax og lambakjöt....

er þetta ekki bara ágætt?

ég náði ekkert að læra í dag.
ég bara svaf....og svaf...og át...og svaf....
reyndar er maturinn minn að verða búinn.... Bónus ferð..mamma? pabbi?

frekar súrealískt að hafa verið með svaka mataboð í gær en svo borða núðlur og bollasúpu í kvöldmat í kvöld...

what am I supposed to to when I want you in my world...

ég fæ Tivoli græjuna mina bleiku á morgun...hlakka mikið til.. hún er nefnilega í stíl við rósina sjáðu til... allt svo planað.

ég spjallaði við Ljósbrá áðan í gegnum skype með headsettið mitt....þetta er bara einkar heppilegur og HANDFRJÁLS búnaður..gott að hafa það í huga... HAND FRJÁLS... ég þarf að spjalla oftar á skype, það eru hreinar línur.

að taka af rúminu og þvo er eins og að segja skilið við yndislega helgi...eins og hún sé bara búin.. óvissa hvort að önnur muni koma...
en....
maður býr víst um rúmið sitt sjálfur og kannski frekar ósmekklegt að skipta ekki, hvít satín og svona....
hafa ekki annars allir áhuga á skoðun á því hvort ég skipti um á rúminu mínu?

ne me quitte pas....i am just a soul whos intentions are good.....

morgunmatar fundur í boði Hótel Sögu á miðvikudaginn sem og bumbuheimsókn frá Elsunni minni og litla gonsinu...animu fundur á morgun og vonandi vonandi læri ég eitthvað..bara smá..
ég er samt að spá í að fá mér restina af rauðvíninu frá því í gær og setja sigurrós á og fara að lesa gömlu dagbækurnar mínar...

animals strike curious poses...they feel the heat...the heat between me and u....

eitt lítið sætt komment skaðar engan....
sigga in the sky with diamonds

11 ummæli:

Sigga Dögg sagði...

i will give u a headstart

Nafnlaus sagði...

hey...

mæting á Vojtezck gaf tíma fyrir einn g&t og smá kelerí....

liminn tók svo kelerís rúnt um miðbæinn....

What about Bob????

Mystery Man

Nafnlaus sagði...

SIGGA MIN EG ER LIKA MED SKYPE
CALL YOUR AUNTIE SOMETIME
LOVE YA
E

Sigga Dögg sagði...

mystery man.... ég er ekki að fatta þig...
geturu útskýrt??
en ÉG á reyndar What about Bob...

Sigga Dögg sagði...

eiríka mín.... ég finn þig ekki á skype.. ég er bara undir Sigga Dögg... please add me :)

Nafnlaus sagði...

jæja...maður er búinn að reyna að kommenta hjá þér endalaust kona. Gaman að heyra að allt gekk vel með heimsóknina - hljómar nú bara eins og þú sért að bleiku skýi elskan. hvenær er ferð til Köben???? let me know

Nafnlaus sagði...

okey vá loksins, ég eyddi nú nógu löngum tíma í að finna þessa blessuðu bloggsíðu þína, svo biðin eftir því að fá að tjá sig. Sigga þetta er búið að reyna á mig andlega.
En hérna já....VIÐ KAFFIHÚS, þú átt síma hringu í mig

Kveðja
Svenni

Nafnlaus sagði...

halló sigga mín gott að allt sé á bleiku skýi heima.. hérna er allt eins og venjulega ;) en kossar og knús til þín.. Katla í barcelona

Sigga Dögg sagði...

en gaman þegar þið elskurnar mínar kommentið...
vala mín ég er bara alveg á leiðinni til þín..bara 3 skilaverkefni í tölfræði og krossapróf og 3 próf í klínunni og 1 í sögunni og 2 rigerðir í október.... alveg á leiðinni ;)

katlan mín, hvernig er svo lífið? ég sakna þín...fór á brennsl í dag, bara ekki það sama án þín sæta mín...

svenni minn, þú þarft bara að sækja mig heim til mín og draga mig í kaffi, það er bara ekki flóknara :)

Nafnlaus sagði...

Þá þarf ég að finna út hvar þú átt heima...daddara...Svenni Einkaspæjari leitar að Siggu!
Gæti orðið góð bíómynd. Ég verð að hringja í Frikka Þór og fá hann með mér í þetta.

Nafnlaus sagði...

buin ad lata tig a skypid